Sjávarútvegsráðuneyti

693/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 595, 8. ágúst 2003, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2003/2004. - Brottfallin

1. gr.

Í stað lokamálsliðar 5. mgr. 8. gr. komi tveir nýir málsliðir er orðist svo: Sé fiskur hausaður um borð í veiðiskipi skal stærð hans mæld frá sporðsenda að gotrauf og er þá miðað við þorsk styttri en 27 cm, ýsu styttri en 26,5 cm og ufsa styttri en 31 cm. Ákvæði þessarar málsgreinar gilda ekki um afla sem flakaður er eða flattur um borð í veiðiskipi.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum til að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 18. september 2003.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica