Sjávarútvegsráðuneyti

242/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 602, 9. ágúst 2002, um veiðar dagabáta. - Brottfallin

1. gr.

Við 3. gr. bætist ný málsgrein er orðast svo:
Fiskistofu er þó heimilt að veita tímabundna undanþágu frá skilyrði 3. mgr. enda hafi bátur gilt haffærisskírteini og fyrir liggi staðfesting umboðsaðila þess efnis að tæki til sjálfvirkrar tilkynningar hafi verið pantað í viðkomandi bát eða sé í viðgerð. Undanþágu er heimilt að veita í allt að mánuð í senn en þó ekki lengur en tvo mánuði samtals.


2. gr.

Við 2. mgr. 5. gr. bætist nýr málsliður svohljóðandi:
Tæki til sjáfvirkrar tilkynningar skal einnig virkt, nema undanþága hafi verið veitt samkvæmt 4. mgr. 3. gr.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 4. apríl 2003.

Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica