Leita
Hreinsa Um leit

Sjávarútvegsráðuneyti

629/2001

Reglugerð um sérstaka úthlutun skv. 9. gr. laga nr. 38, 15. maí 1990, til skel- og rækjubáta. - Brottfallin

1. gr.

Vegna skerðinga, sem urðu á leyfilegum heildarafla í rækju á innfjarðasvæðum, þ.m.t. Eldeyjarsvæði, á fiskveiðiárinu 2000/2001, skal á fiskveiðiárinu 2001/2002 úthluta aflamarki sem nemur samtals 1.826 þorskígildistonnum til báta, sem hafa hlutdeild í innfjarðarækju.

Við útreikning uppbóta skal miðað við, að skerðingin verði ekki meiri en 30% frá meðalafla rækjuvertíðanna 1994/1995 - 1999/2000. Ekki skal koma til uppbóta samkvæmt reglugerð þessari hafi meðaltalsaflamark báta í innfjarðarækju á einstökum svæðum verið 52,5 lestir eða hærra á fiskveiðiárinu 2000/2001.

Uppbætur samkvæmt 1. ml. 1. mgr. skulu þó skerðast hlutfallslega miðað við lækkun á leyfilegum þorskafla milli fiskveiðiáranna 2000/2001 og 2001/2002. Hafi komið til úthlutunar uppbóta á tilteknu svæði á fiskveiðiárinu 2000/2001, samkvæmt reglugerð nr. 498/2000, skulu uppbætur á því svæði þar að auki lækka um þriðjung á fiskveiðárinu 2001/2002.


2. gr.

Vegna skerðinga sem orðið hafa í hörpudisksveiðum í Ísafjarðardjúpi og Húnaflóa skal á fiskveiðiárinu 2001/2002 úthluta bátum, sem aflahlutdeild hafa í hörpudiski á þessum svæðum, uppbótum í aflamarki, sem samtals nemur 185 þorskígildistonnum. Skulu 105 þorskígildistonn koma í hlut báta með hlutdeild í hörpudiski í Húnaflóa og 80 þorskígildistonn í hlut báta með hlutdeild í hörpudiski í Ísafjarðardjúpi.


3. gr.

Úthluta skal uppbótum til einstakra báta á grundvelli þeirrar aflahlutdeildar, sem þeir hafa í rækju og skel á viðkomandi svæði og miðast við aflahlutdeild eins og hún er 1. ágúst 2001. Uppbæturnar skulu skiptast á eftirgreindar tegundir: þorsk, ýsu, ufsa og steinbít í hlutfalli við leyfilegt heildarmagn í þessum tegundum og verðmætastuðla.


4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 9. gr. laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 16. ágúst 2001.

Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica