Leita
Hreinsa Um leit

Sjávarútvegsráðuneyti

548/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 308, 5. apríl 2001, um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2001. - Brottfallin

1. gr.

Við 3. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi: Til 1. október 2001 tekur leyfið einnig til veiða á síld við Svalbarða innan svæðis, sem markast af línu, sem dregin er milli eftirgreindra punkta:

1. 74°4,73´N - 19°5,76´A
2. 76°00´N - 17°41,77´A
3. 76°00´N - 00°55,34´A

Frá punkti 3 er línan dregin eftir ytri mörkum Svalbarðasvæðisins í punkt: 72°10,46´N - 10°18,42´A og þaðan áfram eftir ytri mörkum Svalbarðasvæðisins í punkt 1.


2. gr.

Reglugerð þess er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 11. maí 1998, um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum til þess að öðlast þegar gildi.


Sjávaútvegsráðuneytinu, 9. júlí 2001.

Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica