Sjávarútvegsráðuneyti

521/1998

Reglugerð um skráningu samninga um kaupleigu eða leigu fiskiskipa. - Brottfallin

1. gr.

            Tilkynna skal til Fiskistofu fyrir 17. september 1998 um samninga um kaupleigu eða leigu á fiskiskipum sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni með aflamarki og gerðir hafa verið fyrir 1. september 1998.

            Skylda skv. 1. mgr. hvílir á kaupleigu- og leigutaka og skal ljósrit af samningi fylgja tilkynningu.

2. gr.

            Sé samningi um kaupleigu- eða leigu sem tilkynntur hefur verið skv. 1. gr. sagt upp eða falli hann af öðrum ástæðum úr gildi fyrir þann tíma sem kveðið er á um í samningi skal leigutaki tilkynna Fiskistofu það innan 7 daga frá því að samningur fellur úr gildi.

3. gr.

            Hafi tilkynning 1. gr. ekki borist innan tilskilins tíma er kaupleigu- eða leigutaka óheimilt að flytja aflamark milli hins leigða skips og annars skips leigutaka án undangenginna viðskipta á Kvótaþingi sbr. ákvæði II til bráðabirgða við lög nr. 11/1998 og ákvæði II til bráðabirgða við lög nr. 12/1998.

4. gr.

            Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 20. gr. laga nr. 11, 27. mars 1998 um Kvótaþing og 13. gr. laga nr. 38, 15. maí 1990 um stjórn fiskveiða með síðari breytingum öðlast gildi þegar í stað.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 2. september 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Árni Kolbeinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica