Sjávarútvegsráðuneyti

608/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 148, 5. mars 1998, um friðun veiðisvæða fyrir Suðurlandi. - Brottfallin

1. gr.

            A-liður 2. gr. breytist og orðist svo: Frá og með 1. febrúar til og með 31. maí og frá og með 15. september til og með 30. nóvember milli lína, sem dregnar eru réttvísandi suður frá Selvogsvita og Reykjanesvita.

2. gr.

            Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 26. október 1998.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 22. október 1998.

Þorsteinn Pálsson.

ÁrniKolbeinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica