Landbúnaðarráðuneyti

777/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 524/1998 um útflutning á kindakjöti með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 3. gr. bætist ný málsgrein, 2. mgr. er hljóðar svo:
Fjöldi vetrarfóðraðra kinda á hvert ærgildi greiðslumarks skv. b-lið 1. mgr. skal taka breytingum ár hvert í samræmi við breytingar á sölu kindakjöts á innlendum markaði reiknað frá 7000 tonna árlegri sölu. Hlutfall þetta skal landbúnaðarráðherra auglýsa eigi síðar en 1. nóvember ár hvert fyrir næstkomandi almanaksár og skal hlutfallið miðað við sölu á kindakjöti á síðastliðnu almanaksári áður en auglýsing er birt.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 16. október 2001.

Guðni Ágústsson.
Sigríður Norðmann.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica