Landbúnaðarráðuneyti

405/1986

Reglugerð um flokkun og mat á gærum - Brottfallin

I. KAFLI

Um flokkun á gærum við móttöku fjár á sláturstað.

1. gr.

Allar gærur, sem til sölu verða, skulu flokkaðar við móttöku fjár í sláturhúsi. Flokkunin skal framkvæmd of lögskipuðum gærumatsmönnum og lögð til grundvallar við útreikning á verði gæranna til einstakra framleiðenda.

 

2. gr.

Í sláturfjárrétt skal flokka gærur hvers innleggjanda í eftirfarandi flokka, og skrá á innleggsnótur:

LU                Alhvítar lambagærur, tog jafnt og ekki gróft, án mors eða óhreininda í ull.

L Hv.            Hvítar, óskemmdar lambagærur.

L S                Svartar, óskemmdar lambagærur.

L M               Mórauðar, óskemmdar lambagærur.

L Gr.             Gráar, óskemmdar lambagærur.

L Tvíl.           Lambagærur, aðrir litir, óskemmdar.

L II               Skemmdar lambagærur, allir litir.

Æ Hv.           Óskemmdar, hvítar ærgærur.

Æ Misl.          Óskemmdar, mislitar ærgærur.

Æ II              Skemmdar ærgærur, allir litir.

Úrkast Hrútagærur, tvíreyfa ærgærur, og ær- og lambagærur, nær ullarlausar eða ullarlausar á blettum.

Gærumatsformaður getur heimilað sláturleyfishöfum að flokka gærur í færri flokka en tilgreint er, með því að sameina tvo eða fleiri flokka.

Gærur teljast skemmdar ef:

1. mold eða sandur í baki er það mikill eða þéttur, að ætla megi að ekki fari úr við þvott.

2. miklir kleprar eru í lærum eða gæran öll útötuð í óhreinindum eða mori.

3. gærurnar eru mjög illhæruskotnar, með hvítum og gulum illhærum, svo ullinn líkist fremur stríi en ull. Einnig mjög ullarstuttar eða snoðnar gærur (t.d. mjög skógdregnar). Gæta skal þess vandlega, að gærur fari í réttan litarflokk. Hvítar lambagærur með mislitum blettum eða doppum teljast tvílitar.

 

II. KAFLI

Um meðferð á gærum og sölumat þeirra við afhendingu.

 

3. gr.

Sláturleyfishöfum er skylt að hlíta fyrirmælum lögskipaðra gærumatsmanna um fyrirristu, fláningu, kælingu, söltun, frágang og geymslu gæra. Gærur skulu saltaðar og geymdar eftir flokkum þeim, sem getið er um í kafla I.

Gærumatsmaður skal yfirfara gærurnar við móttöku í sútunarverksmiðju, meta ástand þeirra og gefa vottorð þar um. Þó skal ekki meta þær gærur sem fara í úrkast. Í vottorðinu skal tilgreina tölu og flokk saltaðra gæra.


Úrkast telst: Gærur, sem flokkast sem úrkast samkvæmt I. kafla og gærur með mjög áberandi galls vegna meðferðar í sláturhúsi, s.s. gærusneplar og ills rifnar eða mjög götóttar gærur. Gærur skulu metnar í einhvern eftirfarandi flokka, eftir s.k. punktakerfi:

1. án galls.

2. með fyrirristugalla.

3. fita á holdrosa.

4. rot og/eða brot utan bakstykkis.

5. skurðir, sprungur eða göt, utan bakstykkis.

6. óskorið frá dindli.

7. hnífsbragð í bakstykki.

8. brot í bakstykki.

9. rot í bakstykki.

10. gat, rifið í bakstykki.

Hver galli rýrir verðmæti gærunnar og fer vægi í samræmi við það samkvæmt ákvörðun gærumatsformanns, að fengnum tillögum gærukaupenda.

Gallalaus gæra hefur gildistöluna 100. Mat þetta skal framkvæmt á eftirfarandi hátt: 1. taka skal 10% úrtak úr þeim gæruflokki, sem verið er að meta.

2. alvarlegasti galli hverrar gæru ræður mati. Sé mikið um að gærur hafi fleiri en einn galls, skal matsmaður taka sérstakt tillit til þess og lækka matið.

Færa skal matsniðurstöður inn á vinnublað fyrir sölumat á gærum, sem gærumats­formaður lætur útbúa.

3. þegar búíð er að meta 10% gæranna, er talið hve margar gærur eru í hverjum flokki og reiknað út hlutfall (%). Gildistala er síðan fundin með því að margfalda saman % x vægi hvers flokks. Gildistölurnar eru því næst lagðar saman og fæst þá meðalgildistala fyrir viðkomandi gærusendingu.

4. niðurstöður matsins skal færa inn á eyðublað fyrir sölumat og skal afrit of því sent seljanda og kaupanda.

5. komi upp ágreiningur um mat á gærum milli kaupanda og seljanda, er heimilt að leita úrskurðar gærumatsformanns.

Gærumatsformaður lætur endurmeta sendinguna svo fljótt sem auðið er, enda haldi kaupandi eftir 10% úrtaki, sem gærumatsmaður hefur tekið frá, þar til endurmat hefur farið fram. Ósk um endurmat verður að koma fram innan 10 daga frá dagsetningu sölumats.

Verði eigi umtalsverðar breytingar við yfirmat, ber matsbeiðandi kostnað of yfirmati eftir nánari reglum, sem gærumatsformaður setur.

 

III. KAFLI

Um starfsmenn við gærumat.

4. gr.

Lögreglustjóri skipar gærumatsmenn einn eða fleiri hjá hverjum sláturleyfishafa og hverri sútunarverksmiðju eftir tillögum yfirgærumatsmanna. Skulu þeir hafa aflað .sér þekkingar á gærumati, með því að starfa við það eða á annan hátt.

Gærumatsmenn skulu, áður en þeir taka til starfa, undirrita drengskaparheit hjá lögreglustjóra um að þeir ræki starf sitt af alúð og samviskusemi og fari eftir þeim reglum, sem settar eru.

 

5. gr.

Ekki mega gærumatsmenn eiga hlut í því félagi, sem þeir starfa hjá. Félagar í samvinnufélögum eru þó undanþegnir þessu ákvæði. Gærumatsmenn mega ekki þiggja aukaþóknun frá þeim, sem söluna annast og skulu gæta fyllstu samviskusemi í starfi sínu.


 

6. gr.

Sýni gærumatsmenn vanrækslu í starfi, hlutdrægni við mat eða leysi það illa of hendi, að dómi yfirgærumatsmanns, er yfirgærumatsmanni heimilt, í samráði við gærumatsformann, að víkja þeim frá um stundasakir. Þessa ákvörðun skal kynna lögreglustjóra, sem víkur hinum brotlegu úr starfi og skipar í þeirra stað.

 

7. gr.

Réttindi gærumatsmanna geta þeir einir hlotið, sem eru á aldrinum 20 til 70 ára og hafa öðlast þekkingu á flokkun og mati gæra. Þeir verða að geta greint liti á ull.

 

8. gr.

Ef ágreiningur verður um flokkun og/eða mat á gærum, skal yfirgærumatsmaður skera úr svo fljótt sem auðið er, frá því honum berst ósk um úrskurð.

 

9. gr.

Landbúnaðarráðherra skipar yfirgærumatsmenn samkvæmt tilnefningu gærumatsfor­manns. Skulu þeir vera 4 og hafi hver þeirra ákveðið starfssvæði. Landbúnaðarráðherra skipar gærumatsformann. Skal harm vera sérfróður í öllu því, sem að framleiðslu, meðferð og geymslu gæra lýtur. Skal harm veita gærumatsmönnum og yfirgærumatsmönnum fræðslu um flokkun gæranna og framkvæmd gærumatsins. Er yfirgærumatsmönnum og gærumats­mönnum skylt að haga gærumatinu eftir fyrirmælum hans og má leita úrskurðar hans ef ágreiningur verður um matið.

Nánari ákvæði um starfssvið gærumatsmanna skal setja í erindisbréfi, sem landbúnaðar­ráðherra gefur út, að fengnum tillögum gærumatsformanns.

 

10. gr.

Yfirgærumatsmenn hafa þessi starfssvæði:

1. frá Skeiðarársandi vestur um land að Gilsfjarðarbotni.

2. frá Gilsfjarðarbotni um Vestfirði til Hrútafjarðarbotns.

3. frá Hrútafjarðarbotni um Norðurland að Jökulsá í Öxarfirði, N.-Þingeyjarsýslu.

4. frá Jökulsá í Öxarfirði, N-Þingeyjarsýslu, suður um land að Skeiðarársandi.

 

11. gr.

Yfirgærumatsmenn skulu fylgjast með því að farið sé eftir reglum þeim, sem ráðherra setur um flokkun og mat á gærum. Þeir skulu leiðbeina framleiðendum og gærumats­mönnum á námskeiðum og fundum, sem til er stofnað í þessu skyni.

Yfirgærumatsmenn gefa gærumatsformanni árlega yfirlit um störf sín í þágu gæru­matsins.

 

12. gr.

Brot á reglugerð þessari varða refsingu samkvæmt 6. gr. laga nr. 22 10. maí 1976. Með mál út of brotum skal farið að hætti opinberra mála.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um flokkun og mat á gærum nr. 22 10. maí 1976 og öðlast gildi þegar í stað. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 509 5. september 1980 og reglugerð nr. 472 11. ágúst 1982 um breytingu á henni.

 

Landbúnaðarráðuneytið, 24. September 1986.

 

Jón Helgason.

Jón Höskuldsson.


 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica