Iðnaðarráðuneyti

848/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 916/2001 um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl., með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

a. Í stað orðanna "lýsingar með tilheyrandi einkaleyfiskröfum, teikningum og ágripi" í a-lið 8. tölul. kemur: einkaleyfisskjals (lýsing, einkaleyfiskröfur, teikningar og ágrip).
b. Á eftir 8. tölul. kemur nýr tölul., 9. tölul., sem orðast svo:
9. Útgáfugjald skv. 2. tölul. 1. mgr. 77. gr. ell.:
a. grunngjald fyrir fyrstu 40 blaðsíður einkaleyfisskjals (lýsing, einkaleyfiskröfur og teikningar)
16.000
b. viðbótargjald fyrir hverja blaðsíðu umfram 40
700
c. 9. tölul. verður 10. tölul.
d. Á eftir 10. tölul. skv. c- lið að ofan kemur nýr tölul., 11. tölul., sem orðast svo:
11. Gjald fyrir útgáfu leiðréttrar þýðingar skv. 1. mgr. 86. gr. ell.
16.000
e. 10. tölul. verður 12. tölul.


2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

a. Í stað orðanna "Árgjöld fyrir einkaleyfisumsóknir og einkaleyfi skv. 5. mgr. 8. gr., 40. – 42. og 82. gr. ell. eru sem hér segir:" í 1. mgr. kemur: Árgjöld fyrir einkaleyfisumsóknir og einkaleyfi skv. 5. mgr. 8. gr., 40. – 42. gr., 81. og 98. gr. ell. eru sem hér segir:.
b. Í stað orðanna "eða 3. mgr. 42. gr. ell." í 2. mgr. kemur: 3. mgr. 42. gr. eða 81. gr. ell.


3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

a. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo:
Gjöld fyrir einkaleyfi, sem veitt eru í samræmi við eldri lög, skv. 92. gr. ell., á grundvelli umsókna sem lagðar hafa verið inn fyrir 1. janúar 1992, sbr. 94. gr. ell., skulu vera sem hér segir:
b. Í stað orðanna "2. mgr. 82. gr." í 3. mgr. kemur: 2. mgr. 98. gr.


4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

a. Í 3. tölul. falla niður orðin "eða framlagningarskjali".
b. Gjald skv. 8. tölul. hækkar úr 17.000 kr. í 20.000 kr.


5. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 68. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. nóvember 2004.


Iðnaðarráðuneytinu, 20. október 2004.

Valgerður Sverrisdóttir.
Kristján Skarphéðinsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica