Iðnaðarráðuneyti

645/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 63/2001 fyrir Hitaveitu Húnaþings vestra. - Brottfallin

1. gr.
Gildissvið og eignaraðild.

1. gr. orðist svo:
Reglugerð þessi gildir um veitusvæði hitaveitunnar sem er Laugarbakki í Miðfirði, Hvammstangi við Miðfjörð og Reykjatangi við Hrútafjörð.


2. gr.
Verkefni hitaveitu.

3. gr. orðist svo:
Það er verkefni hitaveitunnar að afla heits vatns úr borholum í landi Reykja í Miðfirði og Reykja í Hrútafirði og dreifa því til notenda gegn gjaldi sem ákveðið skal í gjaldskrá sem staðfest er af ráðherra.


3. gr.
Veitukerfið.

5. gr. orðist svo:
Hitaveita Húnaþings vestra tekur við öllum eigum Hitaveitufélags Miðfirðinga, Hitaveitu Ytri-Torfustaðahrepps og Hitaveitu Hvammstanga sbr. 1. gr., sem voru í eigu Hvammstangahrepps og Ytri-Torfustaðahrepps fyrir sameiningu sveitarfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu hinn 7. júní 1998. Ennfremur tekur Hitaveita Húnaþings vestra við öllum hitaveitulögnum og borholum sem Húnaþing vestra hefur kostað á Reykjatanga við Hrútafjörð. Hitaveita Húnaþings vestra selur afnot hitaorku úr hitaveitukerfum þeim sem gerð hafa verið að tilstuðlan sveitarstjórnar eða kunna að verða gerð í Húnaþingi vestra samkvæmt gjaldskrá fyrir hvert hitaveitusvæði eins og þau eru eða verða skilgreind í gjaldskrá.


4. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.


Iðnaðarráðuneytinu, 26. ágúst 2002.

Valgerður Sverrisdóttir.
Þorgeir Örlygsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica