Iðnaðarráðuneyti

620/1995

Reglugerð á grundvelli 3. gr. iðnaðarlaga nr. 42/1978.

1. gr.

Með vísan til 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. iðnaðarlaga nr. 42/1978, eins og honum hefur verið breytt með lögum nr. 70/1993, skulu ríkisborgarar annarra aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins en Íslands njóta sama réttar og íslenskir ríkisborgarar til að reka hér iðnað, handiðnað og verksmiðjuiðnað. Eru þeir samkvæmt því undanþegnir skilyrði um íslenskt ríkisfang og þurfa eigi fremur en íslenskir ríkisborgarar að hafa búsetu hér á landi.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. gr. iðnaðarlaga nr. 42/1978, sbr. lög nr. 70/1993, öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytið, 28. nóvember 1995.

Finnur Ingólfsson.

Þorkell Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica