Svohljóðandi breyting er gerð á 3. gr. reglugerðarinnar:
a. Í stað "Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra" í 1. mgr. kemur: Ráðherra
Svohljóðandi breytingar eru gerðar á 5. gr. reglugerðarinnar:
Í stað 1.-3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur:
Fóður skal að magni, gæðum og efnainnihaldi fullnægja þörfum fjárins til eðlilegs vaxtar, viðhalds og framleiðslu. Á húsi skal skilja ásetningslömb og gemlinga frá öðru fé. Á sama hátt skal skilja ásetningskið frá fullorðnum geitum.
Óheimilt er að halda sauðfé og geitfé í sömu kró án aðskilnaðar. Gæta skal að því að fóður og steinefnaþörf geita og sauðfjár er ekki sú sama.
Allt sauðfé og geitfé skal ávallt hafa nægan aðgang að hreinu og ómenguðu drykkjarvatni. Fóður- og brynningarbúnaður skal þannig útbúinn, uppsettur og viðhaldið að hætta á mengun sé í lágmarki. Sauðfé og geitum skal tryggður stöðugur aðgangur að (nægu) vatni í húsum á meðan þau eru á innistöðu.
Við gjafagrindur til sjálffóðrunar skal vera rými í einu fyrir a.m.k. þriðjung þess fjár sem hefur aðgang að þeim. Þær skulu fylltar jafnóðum og þær tæmast eða þegar ljóst er að féð er að ganga í fóðrið. Tryggt skal að sauðfé og geitfé hafi stöðugan aðgang að góðu fóðri.
Við beit sauðfjár og geitfjár skal tryggt að næringarþörf þess sé fullnægt í hvívetna, ávallt aðgangur að nægu hreinu vatni og ekki sé of þröngt í högum. Tryggja skal að lambær/huðnur og ungviði hafi ávallt aðgang að nægu beitilandi eða fóðrun með beit.
Í stað 1. málsliðar 1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar kemur:
Dýralæknum er einum heimilt að afhorna kindur og geitur ef farið er inn í sló. Dýralæknum er einum heimilt að gelda hrúta og hafra.
Við 9. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi:
Bannað er að æxla saman geitfé og sauðfé.
Við 1. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi:
Í nátthaga við réttir skal tryggja brynningu með lágmarks smithættu.
Svohljóðandi breytingar eru gerðar á 12. gr. reglugerðarinnar:
Í stað 3. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar kemur:
Heimilt er að aflífa lömb og kið (yngri en 14 daga) allt að 5 kg líkamsþyngd með banvænu höggi í hnakkann og blóðgun tafarlaust á eftir.
Svohljóðandi breytingar eru gerðar á 14. gr. reglugerðarinnar:
Við 2. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi:
Gera skal ráðstafanir til þess að tryggja hæfilegan lofthita í köldum veðrum. Allajafna 6-9°C en 10-12°C fyrstu vikuna eftir rúning.
Við 16. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Eldvarnir skulu vera í samræmi við ákvæða reglugerða þar að lútandi.
Svohljóðandi breytingar eru gerðar á 17. gr. reglugerðarinnar:
Töflur í "A. Rými í húsum (lágmarksmál):" í viðauka I verða svohljóðandi:
Gólfrými skal vera nægilegt til að allt féð geti legið samtímis:
| Fyrir allt fullorðið fé og fengna gemlinga / fullorðnar geitur | 0,7 m² |
| Fyrir gemlinga / haustkið | 0,6 m² |
| Fyrir unglömb eftir þyngd allt að 30 kg / ung kið | 0,2 - 0,4 m² |
| Burðarstía (viðmiðun 1 m x 1 m) | 1,0 m² |
Jöturými:
| Fyrir fullorðið fé og fengna gemlinga / fullorðnar geitur | 40 cm |
| Fyrir gemlinga / haustkið | 36 cm |
Í stað viðauka II við reglugerðina kemur:
Við mat á fóðrun fjár skal nota 5 stiga kvarða með helmingaskiptingu ef þurfa þykir. Miða skal við að holdastig fjár með eðlileg hold sé á bilinu 2,5-4. Holdastig 2 og 5 þarfnast athugunar. Holdastig 1 telst ekki fullnægjandi.
Flokkur - Lýsing:

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um velferð dýra og lögum, nr. 55/2013, og lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 11. nóvember 2025.
Hanna Katrín Friðriksson.
Katarina Tina Nikolic.
B deild - Útgáfudagur: 11. desember 2025