1313/2025
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 201/2020 um einangrun og einangrunarstöðvar fyrir gæludýr.
1. gr.
Svohljóðandi breytingar eru gerðar á 2. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað 2. tölul. kemur:
Dýralæknir heimaeinangrunar er sjálfstætt starfandi dýralæknir sem sinnir heilbrigðisþjónustu við hjálparhunda og sprengjuleitarhunda í heimaeinangrun og sem innflytjandi hjálparhunds gerir samning við og samþykktur hefur verið af Matvælastofnun.
- Í stað 9. tölul. kemur:
Heimaeinangrun hunda er aðstaða sem Matvælastofnun samþykkir, að undangenginni umsókn og úttekt, til einangrunar hjálparhunda og sprengjuleitarhunda, og uppfyllir skilyrði 27. gr. reglugerðar þessarar.
2. gr.
Svohljóðandi breytingar eru gerðar á 27. gr. reglugerðarinnar:
- Fyrirsögn greinarinnar verður: Heimaeinangrun hunda.
- Í stað inngangsliðar 1. mgr. kemur: Heimaeinangrun hunda, til einangrunar hjálparhunda og sprengjuleitarhunda, sbr. reglugerð um innflutning hunda og katta, skal uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Í stað 1. tölul. 1. mgr. kemur: Innflytjandi hjálparhunds eða sprengjuleitarhunds skal sækja um leyfi Matvælastofnunar vegna einangrunar í heimaeinangrun. Umsókn skal í tilviki hjálparhunds berast stofnuninni a.m.k. 30 dögum fyrir fyrirhugaðan innflutning, en í tilviki sprengjuleitarhunds svo fljótt sem auðið er.
- Í stað 10. tölul. 1. mgr. kemur: Innflytjandi skal leggja fram undirritaðan samning við dýralækni heimaeinangrunar með umsókn um leyfi til einangrunar hjálparhunds eða sprengjuleitarhunds í heimaeinangrun.
- Orðið "hjálparhunds" í 14. tölul. fellur brott.
- Í stað 16. tölul. 1. mgr. kemur: Um flutning hjálparhunda og sprengjuleitarhunda frá innflutningsstað til heimaeinangrunar sem og um flutning sprengjuleitarhunds á milli heimaeinangrunar og þeirra staða sem hundurinn er nýttur í verkefni á vegum ríkislögreglustjóra, gilda ákvæði 13. gr.
- Í stað 17. tölul. 1. mgr. kemur: Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. reglugerðar um innflutning hunda og katta er Matvælastofnun heimilt að framkvæma innflutningseftirlit með hjálparhundi og sprengjuleitarhundi sem dvelja mun í heimaeinangrun á öðru tilgreindu svæði innan flugvallarins en í móttökustöð hunda og katta.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990, og lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998, lögum um velferð dýra, nr. 55/2013, og öðlast þegar gildi.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 11. nóvember 2025.
Hanna Katrín Friðriksson.
B deild - Útgáfudagur: 8. desember 2025