1242/2025
Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 477/2016 um sértækar reglur um opinbert eftirlit með tríkínu í kjöti.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 6. tölul., svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/506 frá 19. mars 2025 um breytingu á I. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1375 að því er varðar tilvísunaraðferð og leyfi fyrir lumiVAST Trichinella sem jafngildri aðferð til að greina tríkínu í kjöti af alisvínum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228/2025 frá 24. október 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 75 frá 27. nóvember 2025, bls. 198.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 27. nóvember 2025.
F. h. r.
Bryndís Hlöðversdóttir.
B deild - Útgáfudagur: 28. nóvember 2025