1. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Matvælastofnun er heimilt, eftir atvikum að undangenginni umsókn, að gera breytingar á rekstrarleyfi, svo sem vegna breytinga á eldistegundum, tilfærslu á staðsetningu eldissvæða eða hvíldartíma í rekstrarleyfi, og í öðrum tilvikum þegar rök mæla ekki sérstaklega gegn því. Þetta getur t.d. átt við þegar skilyrði telst ekki nauðsynlegt lengur eða forsendur þess eiga ekki lengur við vegna breyttra aðstæðna eða breytts mats á aðstæðum.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um fiskeldi, nr. 71/2008, og öðlast þegar gildi.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 24. október 2025.
Hanna Katrín Friðriksson.
Kolbeinn Árnason.
B deild - Útgáfudagur: 7. nóvember 2025