14. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Stjórn veiðifélags skal boða skriflega til aðalfundar með dagskrá til allra veiðiréttarhafa með a.m.k. 10 daga fyrirvara.
Aukafundi skal boða skriflega með dagskrá, til allra veiðiréttarhafa, eigi síðar en 10 dögum fyrir fundardag. Heimilt er þó að mæla fyrir um annað fyrirkomulag, um boðun aukafunda, í samþykktum veiðifélags.
Skylt er að boða fundi í veiðifélagi skriflega með tryggilegum hætti með minnst 10 daga fyrirvara, ef breyta skal samþykktum félagsins eða ráðstafa veiði á félagsfundi.
Í stað fylgiskjals sem fylgir reglugerðinni kemur nýtt fylgiskjal sem fylgir reglugerð þessari.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. málsl. 2. mgr. 39. gr. laga nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði, öðlast þegar gildi.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 13. október 2025.
Hanna Katrín Friðriksson.
Jón Þrándur Stefánsson.
B deild - Útgáfudagur: 21. október 2025