1076/2025
Reglugerð um (19.) breytingu á reglugerð nr. 1205/2021 um gildistöku reglugerðar evrópuþingsins og ráðsins (eb) nr. 1831/2003 um aukefni í fóðri.
1. gr.
Við 4. gr. reglugerðarinnar bætast fimmtán nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/181 frá 31. janúar 2025 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2024/2393 að því er varðar niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1416. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 163/2025 frá 11. júlí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 25. september 2025, bls. 66.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/187 frá 31. janúar 2025 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2022/415 um leyfi fyrir eplasýru, sítrónusýru sem er framleidd með Aspergillus niger DSM 25794 eða CGMCC 4513/CGMCC 5751 eða CICC 40347/CGMCC 5343, sorbínsýru og kalíumsorbati, ediksýru, natríumdíasetati og kalsíumasetati, própansýru, natríumprópíónati, kalsíumprópíónati og ammóníumprópíónati, maurasýru, natríumformati, kalsíumformati og ammóníumformati og mjólkursýru sem er framleidd með Bacillus coagulans (LMG S-26145 eða DSM 23965) eða Bacillus smithii (LMG S-27890) eða Bacillus subtilis (LMG S-27889) og kalsíumlaktati sem fóðuraukefni fyrir tilteknar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 163/2025 frá 11. júlí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 25. september 2025, bls. 68.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/272 frá 12. febrúar 2025 um endurnýjun á leyfi fyrir L-systíni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1006/2013. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2025 frá 11. júlí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 25. september 2025, bls. 71.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/273 frá 12. febrúar 2025 um leyfi fyrir blöndu með Lactiplantibacillus plantarum DSM 34271 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2025 frá 11. júlí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 25. september 2025, bls.76.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/275 frá 12. febrúar 2025 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Saccharomyces cerevisiae CNCM I-4407 sem fóðuraukefni fyrir kanínur aðrar en kanínuunga á spena og undaneldiskanínur (leyfishafi er S. I. Lesaffre) og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 334/2012. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2025 frá 11. júlí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 25. september 2025, bls.80.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/276 frá 12. febrúar 2025 um leyfi fyrir negultinktúru úr Syzygium aromaticum (L.) Merr. & L.M. Perry sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2025 frá 11. júlí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 25. september 2025, bls. 84.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/277 frá 12. febrúar 2025 um leyfi fyrir blöndu með Loigolactobacillus coryniformis DSM 34345 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2025 frá 11. júlí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 25. september 2025, bls. 89.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/278 frá 12. febrúar 2025 um leyfi fyrir sedrusviðarilmkjarnaolíu (Texas) úr Juniperus deppeana Steud. sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2025 frá 11. júlí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 25. september 2025, bls. 92.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/279 frá 12. febrúar 2025 um leyfi fyrir kajeputilmkjarnaolíu úr Melaleuca cajuputi Maton & Sm. ex R. Powell og Melaleuca leucadendra (L.) L. sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2025 frá 11. júlí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 25. september 2025, bls. 97.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/281 frá 12. febrúar 2025 um leyfi fyrir própýlgallati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2025 frá 11. júlí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 25. september 2025, bls.103.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/284 frá 12. febrúar 2025 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa sem er framleiddur með Trichoderma reesei MUCL 49755, endó-1,3(4)-betaglúkanasa sem er framleiddur með Trichoderma reesei MUCL 49754 og pólýgalaktúrónasa sem er framleiddur með Aspergillus fijiensis CBS 589.94 sem fóðuraukefni fyrir fráfærugrísi og um leyfi fyrir þeirri blöndu sem fóðuraukefni fyrir mjólkurgrísi (leyfishafi er AVEVE BV) og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 527/2011. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2025 frá 11. júlí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 25. september 2025, bls. 108.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/313 frá 17. febrúar 2025 um leyfi fyrir lantankarbónatoktahýdrati sem fóðuraukefni fyrir hunda (leyfishafi er Porus GmbH). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2025 frá 11. júlí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 25. september 2025, bls. 113.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/316 frá 17. febrúar 2025 um breytingu á framkvæmdarreglugerðum (ESB) 2021/982 og (ESB) 2023/1332 að því er varðar heiti leyfishafa fyrir fóðuraukefnum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2025 frá 11. júlí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 25. september 2025, bls. 116.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/353 frá 21. febrúar 2025 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Levilactobacillus brevis DSM 16680 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 399/2014. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 166/2025 frá 11. júlí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 25. september 2025, bls. 118.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/359 frá 21. febrúar 2025 um leyfi fyrir blöndu með Lactococcus lactis DSM 34262 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 166/2025 frá 11. júlí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 25. september 2025, bls. 122.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í samræmi við lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 7. október 2025.
F. h. r.
Bryndís Hlöðversdóttir.
B deild - Útgáfudagur: 20. október 2025