987/2025
Reglugerð um (19.) breytingu á reglugerð nr. 187/2015 um bragðefni og tiltekin innihaldsefni matvæla sem hafa bragðgefandi eiginleika til notkunar í og á matvæli.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir töluliðir, 32. og 33. tölul., svohljóðandi:
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/140 frá 29. janúar 2025 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1334/2008 að því er varðar að færa (E)-3-bensó[1,3]díoxól-5-ýl-N,N-dífenýl-2-própenamíð á skrá Sambandsins yfir bragðefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 126/2025 frá 13. júní 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 4. september 2025, bls. 229.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/147 frá 29. janúar 2025 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1334/2008 að því er varðar að taka bragðefnið 4-metýl-2-fenýlpent-2-enal (FL-nr. 05.100) af skrá Sambandsins. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 126/2025 frá 13. júní 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 4. september 2025, bls. 245.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 9. september 2025.
F. h. r.
Bryndís Hlöðversdóttir.
B deild - Útgáfudagur: 17. september 2025