Atvinnuvegaráðuneyti

779/2025

Um (14.) breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla. REGLUGERÐ um (14.) breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla.

1. gr.

Við 4. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fiskistofu er þó heimilt að veita fiskmörkuðum leyfi til að endurvigta ísaðan afla strandveiðibáta enda verði til þess notuð flæðivog eða sjálfvirk stykkjavog sem vigtar hvern fisk sérstaklega.

2. gr

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 6., 8. og 30. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, 19. gr. laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og 16. og 18. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvegaráðuneytinu, 3. júlí 2025.

Hanna Katrín Friðriksson.

Hallveig Ólafsdóttir.

B deild - Útgáfudagur: 9. júlí 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica