Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

356/2025

Reglugerð um breytingu á reglugerð um starfshætti þeirra sem annast löggildingar mælitækja í umboði Neytendastofu, nr. 956/2006.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "prófunarstofa" í greininni og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglu­gerðinni kemur, í viðeigandi beygingarfalli: skoðunarstofa.
  2. Í stað orðsins "Neytendastofu" í greininni og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglu­gerðinni kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

 

2. gr.

Í stað "ÍST EN 17025" í 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: ÍST EN ISO/IEC 17020.

 

3. gr.

Í stað orðsins "Einkaleyfastofu" í 4. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar kemur: Hugverkastofunnar.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins" í 1. mgr. kemur: mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.
  2. Í stað orðsins "úrskurð" í 2 mgr. kemur: ákvörðun.
  3. Í stað orðanna "áfrýjunarnefnd neytendamála" í 2. mgr. kemur: úrskurðarnefndar umhverfis‑ og auðlindamála.
  4. Í stað orðanna "úrskurður áfrýjunarnefndar" í 3. mgr. kemur: úrskurður úrskurðarnefndar.

 

5. gr.

Ákvæði til bráðabirgða í reglugerðinni fellur brott.

 

6. gr.

Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um starfshætti þeirra sem annast löggildingar mæli­tækja í umboði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 

7. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 44. gr. laga um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, nr. 91/2006, og öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvegaráðuneytinu, 18. mars 2025.

 

F. h. r.

Ingvi Már Pálsson.

Arnar Halldórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica