Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

1190/2022

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 698/2013 um framkvæmd laga um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "vistvænni" í 5. mgr. kemur: umhverfisvænni.
  2. Við ákvæðið bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Með búnaði til umhverfisvænnar orku­öflunar er í reglugerð þessari átt við allan þann tækjabúnað sem leiðir til umhverfisvænnar orku­öflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun, þ.m.t. nauðsynlegan fylgibúnað fyrir virkni hans, að undanskildum breytingum á hitakerfum húsnæðis innan dyra. Til nauðsyn­legs fylgi­búnaðar telst búnaður utan dyra sem þarf að setja upp (tengja) til þess að búnaður­inn geti virkað, t.d. lagnir fyrir jarðvarmadælur. Sá kostnaður og breytingar sem þarf að fara í á hitakerfum húsnæðis innan dyra, t.d. á ofnakerfi, telst hins vegar ekki styrk­hæfur.

 

2. gr.

1. og 2. málsl. 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar falla brott.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. tölul. 1. mgr. orðast svo: Ef sótt er um niðurgreiðslur fyrir íbúð þar sem ekki er föst búseta og umsækjandi eða annar einstaklingur hyggst búa í íbúðinni án lögheimilis­skráningar, skal leggja fram gögn um þörf til að halda fleiri en eitt heimili skv. 1. mgr. 3. gr.
  2. 3. mgr. fellur brott.

 

4. gr.

2. málsl. 3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. málsl. orðast svo: Ef ákveðið er í fjárlögum að veita styrki til stofnunar nýrra hitaveitna eða til stækkunar eldri veitna, sem og til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orku­nýtingar við húshitun, skal þeim fjármunum varið til eftirfarandi þátta:
  2. 5. tölul. orðast svo: Til íbúðareigenda sem fjárfesta í og tengja tækjabúnað sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun.

 

6. gr.

Ákvæði 3. tölul. 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Styrkir á grundvelli 5. tölul. 11. gr. skulu jafngilda helmingi kostnaðar við kaup á tækjabúnaði sem leiðir til umhverfisvænnar orku­öflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun, að hámarki 1,3 milljón kr. án virðisaukaskatts. Þessi fjárhæð uppfærist 1. janúar ár hvert í hlutfalli við vísitölu neysluverðs, miðað við grunnvísitöl­una 1. júlí 2022. Styrkirnir skulu vera samningsbundnir til 15 ára á viðkomandi húseign.

 

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin "frá hitaveitum sem hafa einkaleyfi á viðkomandi veitusvæði" í 2. mgr. falla brott.
  2. 3. mgr. ákvæðisins orðast svo: Umsókn frá hitaveitu sem ekki hefur einkaleyfi á viðkomandi veitusvæði skulu auk þess fylgja eftirfarandi upplýsingar:
    1. Fjöldi virkjaðra borhola, vatnsmagn l/sek og meðalhitastig.
    2. Lengd safn- og aðveituæða.
    3. Hönnunargögn, s.s. teikning (mynd) af dreifikerfi og tengingar við notendur.
    4. Afrit af leyfisgögnum, s.s. virkjunar- og nýtingarleyfi.

 

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglugerðarinnar:

  1. 3. og 6. töluliður falla brott og breytist tölusetning annarra töluliða til samræmis.
  2. 4. töluliður orðast svo: Kostnaðaráætlun framkvæmdar (efniskostnaður). Sé framkvæmdum lokið skal skila sundurliðuðu heildaryfirliti og afritum af reikningum fyrir kostnaði við kaup á tækja- og fylgibúnaði, sbr. 6. mgr. 3. gr.
  3. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Ef sótt er um styrk af hálfu lögaðila, svo sem sveitarfélags eða húsfélags, fyrir hönd hóps notenda skulu, auk upplýsinga skv. 1. mgr. fylgja:
    1. Umboð fyrir hvern notanda og upplýsingar um skiptingu styrks milli notanda og lög­aðila.
    2. Áætlun um tengingu (ef ólokið).

 

9. gr.

7. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Styrkir á grundvelli 5. tölul. 11. gr. greiðast íbúðar­eiganda samkvæmt samningi milli Orkustofnunar og íbúðareiganda. Skilyrði fyrir útgáfu samnings er að notandi hafi skilað inn til Orkustofnunar sundurliðuðu heildaryfirliti og afritum af reikningum fyrir kostnaði við kaup á tækja- og fylgibúnaði, myndum af uppsettum búnaði og álestri af raf­magns­­mæli við verklok.

 

10. gr.

18. gr. b reglugerðarinnar fellur brott.

 

11. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli heimildar í 21. gr. laga um niðurgreiðslur húshitunar­kostnaðar nr. 78/2002, öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 24. október 2022.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica