Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

542/2022

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 642/2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1369 að því er varðar orkumerkingar þvottavéla til heimilisnota og þvottavéla með þurrkara til heimilisnota og um niðurfellingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1061/2010 og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 96/60/EB.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB), sem vísað er til á eftir lið 4w í kafla IV í II. viðauka og á eftir lið 11w í IV. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 348/2021, frá 10. desember 2021, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. við­auka (Orka) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af IV. kafla II. viðauka og IV. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samn­ingsins:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/340 frá 17. desember 2020 um breytingu á framseldum reglugerðum (ESB) 2019/2013, (ESB) 2019/2014, (ESB) 2019/2015, (ESB) 2019/2016, (ESB) 2019/2017 og (ESB) 2019/2018 að því er varðar kröfur um orkumerkingar rafeindaskjáa, þvottavéla til heimilisnota og þvottavéla með þurrkara til heimilisnota, ljósgjafa, kælitækja, uppþvottavéla til heimilisnota og kælitækja sem eru notuð við beina sölu.

 

2. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2021/340 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 10/2021, 16. febrúar 2022, bls. 816.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 13. gr. laga nr. 72/1994, um merkingar og upplýsinga­skyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun, öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 25. apríl 2022.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica