Fara beint í efnið

Prentað þann 25. apríl 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 10. sept. 2022

1493/2021

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 919/2021, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2021/2022.

1. gr.

Í stað tölunnar "5.357" í 1. mgr. 1. gr. og 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: 4.623.

2. gr.

1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Aflaheimildir, skv. 1. gr. skulu skiptast á eftirgreindar tegundir: Þorsk, ýsu, ufsa, steinbít, gullkarfa, keilu og löngu samkvæmt eftirfarandi töflu:

Tegundir Tonn upp úr sjó Þorskígildistonn
1. Þorskur 3.626 3.046
2. Ýsa 800 605
3. Ufsi 1.400 647
4. Steinbítur 155 71
5. Gullkarfi 300 201
6. Keila 43 11
7. Langa 96 42
Samtals: 6.420 4.623

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 21. desember 2021.

Svandís Svavarsdóttir
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.