Fara beint í efnið

Prentað þann 19. mars 2024

Breytingareglugerð

1319/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Ferðatryggingasjóð, nr. 812/2021.

1. gr.

Við 1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi:

Við sérstakar aðstæður er Ferðamálastofu heimilt að undanskilja hluta tryggingafjárhæðar frá útreikningi á fjárhæð iðgjalda, þá einkum ef hluta tryggingafjárhæðar er ætlað að mæta áhættu að öllu leyti, svo sem vegna inneigna.

2. gr.

Orðin "ef eiginfjárstaða seljanda er neikvæð" í 2. mgr. 10. gr. falla brott.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 4. mgr. 25. gr. a laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. nóvember 2021.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Sigrún Brynja Einarsdóttir.

Heimir Skarphéðinsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.