Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1208/2021

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1011/2011 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2160/2003 um varnir gegn salmonellu og öðrum tilteknum smitvöldum mannsmitanlegra dýrasjúkdóma sem berast með matvælum.

1. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 5. gr. reglugerðarinnar:

Í stað orðsins "sláturhópnum" í 2. mgr. kemur: eldishópnum.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 29. gr. laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og 31. gr. a laga nr. 93/1995, um matvæli, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. október 2021.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica