Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1019/2021

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður:

Auk þess er markmið reglugerðar þessarar að koma í veg fyrir að til landsins séu fluttir hundar sem talið er að hætta geti stafað af.

 

2. gr.

1. málsl. 3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Vottorðið skal vera rétt útfyllt og gefið út af dýralækni með starfsleyfi í útflutningslandinu.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á f-lið 14. gr. reglugerðarinnar:

 1. 1. tl. verður svohljóðandi:
  Pit Bull Terrier/American Staffordshire Terrier/Staffordshire Bull Terrier/American Bull­dog.
 2. 5. tl. fellur brott.
 3. Á eftir 4. tl. bætast við fimm nýir töluliðir sem verða svohljóðandi:
  1. Cane Corso.
  2. Presa Canario.
  3. Boerboel.
  4. Hunda sem hafa sambærilegan uppruna, líkamsbyggingu og/eða geðslag og tegundir í 1.-7. tl. samkvæmt rökstuddri ákvörðun Matvælastofnunar hverju sinni.
  5. Hunda sem eru taldir hættulegir að mati Matvælastofnunar hverju sinni. Stofnunin skal rökstyðja ákvörðun sína og taka mið af fyrirliggjandi upplýsingum um við­kom­andi hundategund, uppruna hennar og ræktunarmarkið, líkamsbyggingu og geðslag.

 

4. gr.

Í stað tilvísunar í "11. gr." í 17. gr. reglugerðarinnar kemur tilvísun í 12. gr.

 

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, ásamt síðari breyt­ingum, lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, ásamt síðari breytingum, og lögum nr. 55/2013, um velferð dýra, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. ágúst 2021.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kolbeinn Árnason.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica