Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

528/2021

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 509/2020 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/626 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Evrópusambandsins og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/759 að því er varðar þessar skrár. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 5. tölul., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1572 frá 28. október 2020 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/626 að því er varðar skrár yfir þriðju lönd og svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn mjólkurafurðir og skordýr til Evrópu­sambandsins. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 98/2021, frá 19. mars 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 26, frá 8. apríl 2021, bls. 200.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 54/1990, um inn­flutning dýra og lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, öll með síðari breyt­ingum.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. apríl 2021.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica