1. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, sem orðast svo:
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. er heimilt að varpa hvelju af grásleppu fyrir borð á grásleppuvertíð 2021.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar.
Reglugerð nr. 289/2021 um (3.) breytingu á reglugerð nr. 468/2013, fellur brott.
Jafnframt falla úr gildi önnur ákvæði til bráðabirgða.
Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til og með 12. ágúst 2021.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. mars 2021.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.