Fara beint í efnið

Prentað þann 24. apríl 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 26. mars 2021

326/2021

Reglugerð um brottfall reglugerða á sviði opinbers eftirlits með matvælum og fóðri.

1. gr.

Eftirtaldar reglugerðir eru felldar brott:

  1. Reglugerð nr. 105/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 um sértækar reglur um skipulag opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis.
  2. Reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga.
  3. Reglugerð nr. 234/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 211/2013 um kröfur varðandi útgáfu vottorða vegna innflutnings til Sambandsins á spírum og fræjum sem ætluð eru til framleiðslu á spírum.
  4. Reglugerð nr. 271/2012 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 16/2011 um framkvæmdarráðstafanir vegna hraðviðvörunarkerfisins fyrir matvæli og fóður.
  5. Reglugerð nr. 695/2006 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 282/2004 um að taka upp vottorð til að tilkynna um komu dýra til Bandalagsins frá þriðju löndum og um heilbrigðiseftirlit dýralæknis með þeim og reglugerðar Evrópusambandsins nr. 585/2004 um breytingu á reglugerð Evrópusambandsins nr. 282/2004.

2. gr.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 9. mars 2021.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.