Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

272/2021

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 182/2021, um veiðar íslenskra skipa á Norðuríshafsþorski árið 2021 innan efnahagslögsögu Rússlands.

1. gr.

1. málsl. 4. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Skipstjórum er skylt að halda afladagbækur, sbr. reglugerð um skráningu og rafræn skil afla­upplýsinga nr. 298/2020.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. febrúar 2021.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Kristján Skarphéðinsson.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica