1. gr.
1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum, sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:
2. gr.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2190, sem nefnd er í 2. tl. 1. gr., er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.
3. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 93/1995, um matvæli, lög nr. 54/1990, um innflutning dýra og lög nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, öll með síðari breytingum.
4. gr.
Brot gegn reglugerð þessari varða sektum eða fangelsi. Um þvingunarúrræði og viðurlög vísast til laga nr. 93/1995, um matvæli, lög nr. 54/1990, um innflutning dýra og laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra og lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 7. janúar 2021.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Iðunn Guðjónsdóttir.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)