1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem orðist svo:
Sé afla sleppt í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar eða annarra reglna skal skrá í rafræna afladagbók eða snjalltækjaforrit tegund og áætlað magn í kílóum sem sleppt var.
2. gr.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem verður 2. mgr. sem orðist svo:
Heimilt er að sleppa lífvænlegum hlýra.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 14. desember 2020.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.