Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1152/2020

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta.

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Matvælastofnun getur þó heimilað innflutning á hundi eða ketti frá landi sem ekki telst til viður­kennds útflutningslands, sbr. viðauka I, ef um er að ræða búferlaflutninga og dýrið hefur verið í eigu og umsjá innflytjanda í a.m.k. sex mánuði fyrir innflutning. Þessu til staðfestingar skal inn­flytjandi leggja fram gögn sem Matvælastofnun metur gild. Hundur eða köttur sem fluttur er til Íslands á þessum forsendum skal uppfylla heilbrigðisskilyrði samkvæmt flokki 2, sbr. viðauka I.

 

2. gr.

Í stað viðauka I kemur nýr viðauki I sem birtur er með reglugerð þessari.

 

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, ásamt síðari breyt­ingum, lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, ásamt síðari breytingum og lögum nr. 55/2013 um velferð dýra, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. nóvember 2020.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kolbeinn Árnason.

 

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)
Þetta vefsvæði byggir á Eplica