Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Stofnreglugerð

772/2020

Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2075 að því er varðar alþjóðlega reikningsskilastaðla (IAS-staðla) 1, 8, 34, 37 og 38, alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS-staðla) 2, 3 og 6 og 12., 19., 20. og 22. túlkun alþjóðlegu túlkunarnefndarinnar um reikningsskil (IFRIC túlkanir) og 32. túlkun fastanefndarinnar um túlkanir (SIC-túlkun).

1. gr.

Eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB), sem vísað er til í lið 10ba í XXII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2020, frá 12. júní 2020, um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn (Félagaréttur), skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XXII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2075 frá 29. nóvember 2019 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1126/2008 um innleiðingu tiltekinna alþjóðlegra reikningsskilastaðla í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1606/2002 að því er varðar alþjóðlega reikningsskilastaðla (IAS-staðla) 1, 8, 34, 37 og 38, alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS-staðla) 2, 3 og 6 og 12., 19., 20. og 22. túlkun alþjóðlegu túlkunarnefndarinnar um reikningsskil (IFRIC-túlkanir) og 32. túlkun fastanefndarinnar um túlkanir (SIC-túlkun).

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2019/2075 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 50/2020, 23. júlí 2020, bls. 597.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 127. gr. laga nr. 3/2006, um ársreikninga, skal gilda fyrir félög sem skylt er að eða nýta sér heimild til að semja ársreikninga sína og samstæðureikninga í samræmi við innleidda alþjóðlega reikningsskilastaðla, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 5. ágúst 2020.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Kristján Skarphéðinsson.

Harpa Theodórsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.