Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

750/2020

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 674/2019, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2019/2020. - Brottfallin

1. gr.

3. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Umsóknir um flutning aflahlutdeildar milli fiskiskipa ásamt fullnægjandi fylgigögnum skulu hafa borist Fiskistofu eigi síðar 15. ágúst. Berist umsókn eftir 15. ágúst, hefur flutningur aflahlut­deildar ekki áhrif á úthlutun aflamarks komandi fiskveiðiárs.

 

2. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðist svo:

Heimilt er að flytja óveitt aflamark í rækju á grunnslóð frá fiskveiðiárinu 2019/2020 yfir á fiskveiðiárið 2020/2021.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til 1. september 2020.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 24. júlí 2020.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Arnór Snæbjörnsson.

Guðmundur Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica