Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

516/2020

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 285/2017 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/759 um skrá yfir þriðju lönd, hluta þriðju landa og yfirráðasvæði þaðan sem aðildarríkin skulu heimila aðflutning til Sambandsins á tilteknum afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis og um að mæla fyrir um kröfur um vottorð.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 4. tölul., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/626 frá 5. mars 2019 um skrár yfir þriðju lönd eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn tiltekin dýr og vörur, sem eru ætluð til manneldis, til Evrópusambandsins og um breytingu á framkvæmdar­reglugerð (ESB) 2016/759 að því er varðar þessar skrár. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 3/2020, frá 7. febrúar 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíð­indi Evrópusambandsins nr. 16, frá 12. mars 2020, bls. 239.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. maí 2020.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica