Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

511/2020

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1253/2019 um stuðning við sauðfjárrækt.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða er hljóðar svo:

Þrátt fyrir ákvæði 32. gr. verður umsóknarfrestur vegna aðlögunarsamninga árið 2020 til 15. júní. Þá skal Framleiðnisjóður landbúnaðarins tilkynna framleiðanda um afgreiðslu umsóknar eigi síðar en 1. ágúst og gera við hann samning fyrir 20. nóvember.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum og búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu og gildir til 31. desember 2020.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. maí 2020.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Elísabet Anna Jónsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica