1. gr.
Í stað 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar koma tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:
Vigtarmanni er heimilt að draga 0,6% frá óunnum ofurkældum (íslausum) afla sem veginn er á hafnarvog vegna vökvafrádrags (e. drips).
Heimilt er að draga 12% íshlutfall af óunnum afla sem veginn er á hafnarvog, frágengninn til útflutnings, beint í flutningsfar. Komi í ljós við eftirlit Fiskistofu verulegt frávik frá 12% íshlutfalli í afla skips skal vigta afla skipsins skv. 1. mgr. eða 1. mgr. 11. gr. í næstu 8 vikur. Ef ítrekuð veruleg frávik eru frá 12% íshlutfalli í afla skips skal vigta afla skipsins skv. 1. mgr. og 1. mgr. 11. gr. næstu 16 vikur.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 4. apríl 2020.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jóhann Guðmundsson.