Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 7. nóv. 2019

971/2019

Reglugerð um brottfall reglugerða á sviði sjávarútvegs.

1. gr.

Eftirtaldar reglugerðir eru felldar brott:

  1. Reglugerð nr. 299/1975, um fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum.
  2. Reglugerð nr. 724/2006, um gerð og útbúnað smáfiskaskilju.
  3. Reglugerð nr. 747/2006, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu austnorðaustur af Héraðsflóa nema notuð sé smáfiskaskilja eða 155 mm poki í botnvörpu.
  4. Reglugerð nr. 748/2006, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á Glettinganesgrunni nema notuð sé smáfiskaskilja eða 155 mm poki í botnvörpu.
  5. Reglugerð nr. 751/2006, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á Langanesgrunni nema notuð sé smáfiskaskilja eða 155 mm poki í botnvörpu.
  6. Reglugerð nr. 752/2006, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á Rifsbanka nema notuð sé smáfiskaskilja eða 155 mm poki í botnvörpu.
  7. Reglugerð nr. 736/2009, um úthlutun aflaheimilda í þorski vegna tilrauna við föngun fisks til áframeldis og framkvæmd þess, með síðari breytingum.

2. gr.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 21. október 2019.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jóhann Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.