Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

945/2019

Reglugerð um breytingu á reglugerð um tryggingar vegna pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar, nr. 150/2019. - Brottfallin

1. gr.

F-liður 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Yfirliti síðasta og yfirstandandi rekstrarárs yfir fjölda pakkaferða skipt niður á mánuði þar sem fram komi lengd þeirra, fjöldi ferðamanna og hvort smásali selji pakkaferðir fyrir hönd skipu­leggjanda og, ef svo er, upplýsingar um smásalann, yfirlit yfir þær pakkaferðir sem hann selur og hvor aðila uppfyllir tryggingaskyldu vegna þeirra pakkaferða sem smásalinn selur.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í sérstökum tilvikum, ef veruleg breyting verður á gildum skv. 2. mgr., er Ferðamálastofu heimilt að ákveða að tryggingafjárhæð sé sú niðurstaða sem lægri er.
  2. 5. mgr. orðist svo: Fjárhæð tryggingar skal aldrei vera hærri en 80% af tryggingaskyldri veltu þess rekstrarárs sem fjárhæð miðast við. Þó skal fjárhæð tryggingar aldrei vera lægri en 1.000.000 kr.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Skilyrði fyrir tímabundinni lækkun tryggingafjárhæðar er að tryggingaskyldur aðili sé ekki í vanskilum með opinber gjöld og að öðru leyti sé ekki ástæða til að ætla að trygging muni ekki nægja komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Þegar miklar árstíðabundnar sveiflur eru í rekstri tryggingaskylds aðila er Ferðamálastofu heimilt að lækka tryggingafjárhæð að uppfylltum skilyrðum þessarar greinar. Að jafnaði skal ekki lækka tryggingafjárhæð á grundvelli þessarar málsgreinar nema sýnt þyki að trygg­ingafjárhæð verði a.m.k. helmingi lægri en tryggingafjárhæð skv. 7. gr.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 26. gr. laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, sbr. 10. gr. laga um Ferðamálastofu, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. október 2019.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Sigrún Brynja Einarsdóttir.

Heimir Skarphéðinsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica