Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Stofnreglugerð

940/2019

Reglugerð um samstarfsráð Matvælastofnunar.

1. gr. Um samstarfsráð.

Við Matvælastofnun skal starfa samstarfsráð.

Matvælastofnun skal hafa reglubundið samráð við samstarfsráðið og miðla upplýsingum um mikilvæg málefni er tengjast starfi stofnunarinnar.

2. gr. Skipan samstarfsráðs.

Ráðherra skipar samstarfsráð til fimm ára í senn. Ráðherra skipar í samstarfsráðið samkvæmt tilnefningu eftirtalinna aðila:

  1. Bændasamtaka Íslands.
  2. Dýraverndunarsambands Íslands.
  3. Dýralæknafélag Íslands.
  4. Embætti landlæknis.
  5. Félags atvinnurekenda.
  6. Háskóla Íslands.
  7. Landbúnaðarháskóla Íslands.
  8. Landssamband veiðifélaga.
  9. Matís ohf.
  10. Neytendasamtakanna.
  11. Samorku.
  12. Samtaka atvinnulífsins.
  13. Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
  14. Samtaka iðnaðarins.
  15. Samtaka verslunar og þjónustu.
  16. Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

3. gr.

Samstarfsráð skal koma saman eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Matvælastofnun skal annast boðun á fundi samstarfsráðs.

Á fundum samstarfsráðs skal Matvælastofnun kynna árlega áætlun um störf stofnunarinnar. Þá skulu kynntar skýrslur um starfsemina og önnur mikilvæg málefni er tengjast starfi stofnunarinnar. Fulltrúum samstarfsráðs er heimilt að óska eftir umfjöllun um tiltekin málefni á fundum ráðsins.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. gr. laga nr. 30/2018 um Matvælastofnun. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 15. október 2019.

Kristján Þór Júlíusson

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Kristján Skarphéðinsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.