Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

498/2019

Reglugerð um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1348 frá 3. ágúst 2015 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 773/2004 um málsmeðferð framkvæmdastjórnarinnar skv. 81. og 82. gr. EB-sáttmálans.

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2018, frá 9. febrúar 2018, gildir eftirtalin ESB-gerð hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XIV. viðauka við EES-samninginn, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1348 frá 3. ágúst 2015 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 773/2004 um málsmeðferð framkvæmdastjórnarinnar skv. 81. og 82. gr. EB-sáttmálans.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1348 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14/2018, 8. mars 2018, bls. 361.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 32. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 14. maí 2019.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Heimir Skarphéðinsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica