Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

858/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, nr. 782/2017.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Falli atkvæði í stjórn jöfn ræður atkvæði formanns úrslitum.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

 1. c-liður 1. mgr. orðast svo: undirbúnings- og hönnunarvinnu vegna verkefna sem eru styrkhæf samkvæmt a- eða b-lið.
 2. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Mótframlag styrkhafa miðast að jafnaði við 20% af styrkfjárhæð.
 3. 5. mgr. orðast svo:
  Sé aðeins veittur styrkur til undirbúnings- eða hönnunarvinnu skv. c-lið 1. mgr. skal sú framkvæmd sem undirbúningur eða hönnunarvinna er vegna vera að öðru leyti styrkhæf skv. a- eða b-lið 1. mgr. Fyrirhuguðu verkefni skal í umsókn lýst svo skilmerkilega að mögulegt sé að meta styrkhæfi þess.

3. gr.

c-liður 6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Styrkja fyrirtæki sem hafa með höndum rekstur ferðamannastaða umfram þá hámarksupphæð sem leyfilegt er samkvæmt reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1407/2013 um minniháttar aðstoð (de minimis reglu), nú að hámarki 200.000 evrur á hverju 36 mánaða tímabili að frádregnum öðrum styrkjum frá opinberum sjóðum sem viðkomandi hefur fengið til sömu verkefna á sama tímabili.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

 1. Við c-lið bætist: og framkvæmdaleyfi ef við á.
 2. Við bætist nýr stafliður sem orðast svo:
  1. Myndir af framkvæmdarstað sem sýna aðstæður. Myndir sem teknar eru skulu teknar þannig að auðvelt verði að taka samanburðarmyndir á sama stað síðar.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglugerðarinnar:

 1. 1. mgr. orðast svo:
  Styrkur greiðist út til styrkþega í samræmi við samþykkta kostnaðar-, verk- og framkvæmdaráætlun, sbr. b-lið 8. gr., þegar verkefni er lokið og lokaskýrsla hefur verið samþykkt. Styrkþega er heimilt að skila inn framvinduskýrslu sem lýsir a.m.k. hálfnuðu verki og greiðist þá 40% af styrkfjárhæðinni við samþykkt hennar.
 2. 2. mgr. fellur brott.

6. gr.

6. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. laga um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, nr. 75/2011 og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. september 2018.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Heimir Skarphéðinsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica