Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

805/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 620/1995, á grundvelli 3. gr. iðnaðarlaga nr. 42/1978.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:

Sýslumaðurinn sem fær umsókn frá aðila sem á ekki lögheimili á Íslandi lætur, þrátt fyrir 1. mgr. 12. gr. laganna, af hendi meistarabréf, uppfylli aðili önnur skilyrði laganna.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 3. gr. iðnaðarlaga nr. 42/1978, sbr. lög nr. 70/1993, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 17. ágúst 2018.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Hreinn Hrafnkelsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.