Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

682/2018

Reglugerð um sérstaka úthlutun til skel- og rækjubáta skv. 1. tl. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. - Brottfallin

1. gr.

Þar sem takmarkaðar innfjarðarækjuveiðar voru stundaðar í Ísafjarðardjúpi og engar innfjarða­rækjuveiðar voru stundaðar í Arnarfirði, á Húnaflóa, Skagafirði, Skjálfanda, Öxarfirði og Norður­fjörðum Breiðafjarðar á fiskveiðiárinu 2017/2018, og á Eldeyjarsvæði almanaksárið 2017, skal á fiskveiði­árinu 2018/2019 úthluta aflamarki sem nemur samtals 1.007 þorskígildislestum til báta, sem hafa hlutdeild í innfjarðarækju á áðurgreindum svæðum.

Við útreikning uppbóta er miðað við að skerðingin verði ekki meiri en 30% frá meðalafla rækju­vertíðanna 1996/1997 - 2005/2006 að frádregnum afla í innfjarðarrækju fiskveiðiársins 2017/2018 á viðkomandi svæði. Verðmætastuðullinn fyrir rækju er 0,52, miðað við þorskígildi og koma 205 þorskígildislestir í hlut báta frá Arnarfirði, 194 þorskígildislestir í hlut báta í Ísafjarðar­djúpi, 148 þorsk­ígildislestir í hlut báta við Húnaflóa, 153 þorskígildislestir í hlut báta við Skagafjörð, 70 þorsk­ígildis­lestir í hlut báta á Skjálfanda, 201 þorskígildislest í hlut báta við Öxarfjörð, 23 þorsk­ígildis­lestir í hlut báta á Eldeyjarsvæði og 14 þorskígildislestir í hlut báts í Norður­fjörðum Breiða­fjarðar.

2. gr.

Þar sem engar hörpudisksveiðar voru stundaðar í Arnarfirði, Húnaflóa, Breiðafirði og Hvalfirði á fiskveiðárinu 2017/2018 skal á fiskveiðiárinu 2018/2019 úthluta aflamarki sem samtals nemur 983 þorskígildislestum til báta, sem aflahlutdeild hafa í hörpudiski á áðurgreindum svæðum.

Við útreikning uppbóta er miðað við að skerðingin verði ekki meiri en 30% frá meðalafla áranna 1998 til 2007. Verðmætastuðullinn fyrir hörpudisk er 0,32, miðað við þorskígildi, og koma 7 þorsk­ígildislestir í hlut báta frá Arnarfirði, 33 þorskígildislestir í hlut báta við Húnaflóa, 919 þorskígildis­lestir í hlut báta við Breiðafjörð og 24 þorskígildislestir í hlut báta við Hvalfjörð.

3. gr.

Úthluta skal uppbótum til einstakra báta á grundvelli þeirrar aflahlutdeildar sem þeir hafa í rækju og skel á viðkomandi svæði og miðast við aflahlutdeild eins og hún er 1. ágúst 2018. Uppbæturnar skulu skiptast á eftirgreindar tegundir: Þorsk, ýsu, ufsa, steinbít, gullkarfa og löngu samkvæmt eftir­farandi töflu:

Tegundir Tonn upp úr sjó Þorskígildistonn
Þorskur 1.512   1.270  
Ýsa  327  289
Ufsi  456  238
Steinbítur   52    27
Gullkarfi 226  143
Keila   18     6
Langa   30   18
Alls 2.621   1.990  

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 3. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. september 2018.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 5. júlí 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jóhann Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica