Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

658/2018

Reglugerð um úthlutun á opnum tollkvótum á frjóeggjum. - Brottfallin

1. gr.

Fyrir það tímabil sem tilgreint er í 2. gr. úthlutar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tollkvótum skv. viðauka IV A við 12. gr. tollalaga nr. 88/2005, með síðari breytingum, í samræmi við tillögur nefndar skv. 87. gr. búvörulaga nr. 99/1993.

2. gr.

Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um tollkvóta, tímabil innflutnings, vörumagn og verð- og magntoll:

  Vara Tímabil Vörumagn Verðtollur Magntollur
Tollskrárnúmer:     kg % kr./kg
  Frjóegg til útungunar:        
0407.1100 Af hænsnum af tegundinni Gallus domesticus 01.07.18 - 30.06.19 ótilgr. 0 0
0407.1900 Önnur 01.07.18 - 30.06.19 ótilgr. 0 0

 3. gr.

Innflutningur verður því aðeins leyfður að uppfyllt seu ákvæði reglugerðar nr. 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins.

4. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum skv. 82. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Með mál út af brotum skal farið að hætti laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 65. gr. A búvörulaga nr. 99/1993, með síðari breyt­ingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til 30. júní 2019.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. júní 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Elísabet Anna Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica