Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

649/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 1277/2016.

1. gr.

2. málsl. 4. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

2. gr.

Orðin "en með auknum ráðstöfunum skv. reglum Mannvirkjastofnunar þar að lútandi" í 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar falla brott.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "ferðamanna" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: gesta
  2. Orðin "en með auknum ráðstöfunum skv. reglum Mannvirkjastofnunar þar að lútandi" í 2. mgr. falla brott.

4. gr.

4. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Einstaklingur sem býður heimagistingu ábyrgist að íbúðarhúsnæðið uppfylli viðeigandi kröfur laga og reglugerða um brunavarnir. Reykskynjarar, eldvarnarteppi og slökkvitæki skulu vera í íbúðinni. Uppdráttur sem sýnir útgönguleiðir ásamt staðsetningu brunavarnarbúnaðar skal festur á vegg við eða á inngangshurð í öllum gistirýmum.

5. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 með síðari breytingum, tekur þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. júní 2018.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Sigrún Brynja Einarsdóttir.

Brynhildur Pálmarsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica