Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

570/2018

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka I:

a) Viðauki I, meginmál, orðast svo:
  Eftirlitsáætlanir vegna reglubundins eftirlits skulu staðfesta að ráðstafanir sem eru fyrir hendi til að halda áhættu fyrir heilbrigði manna í skefjum alla vatnsaðfangakeðjuna, virki á skilvirkan hátt, og að vatnið á þeim stað þar sem það er tiltækt notendum sé heilnæmt og hreint.
  Eftirlitsáætlanir skulu veita upplýsingar um gæði neysluvatnsins til að sýna fram á að kröfur reglugerðar þessarar séu uppfylltar. Vöktunaráætlanir skulu vera í samræmi við töflu 6.
  Rannsóknaþættir eru flokkaðir í A, B og C flokka eftir því til hvaða aðgerða ber að grípa ef gildi mælast hærri en hámarksgildi viðkomandi þátta, sbr. ákvæði 14. gr.
b) Tafla 7 í viðauka I fellur brott.

2. gr.

Viðauki II breytist og er birtur sem viðauki við reglugerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli. Reglugerðin er til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1787 frá 6. október 2015 um breyt­ingu á II. og III. viðauka við tilskipun ráðsins 98/83/EB um gæði neysluvatns, sem felld var inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 157/2016, frá 8. júlí 2016. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. maí 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica