Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

376/2018

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 351/2018, um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2018. - Brottfallin

1. gr.

2. og 3. tl. 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar verða svohljóðandi:

  1. 6.654 lestum skal ráðstafað til skipa sem fengu leyfi skv. 2. tl. 2. gr. reglugerðar nr. 327/2013 eða reglugerðar nr. 376/2014 og ekki frysta afla um borð. Aflaheimildum þessum skal skipt á milli eftirfarandi stærðarflokka sem hér segir:
    1. Skip 200 BT og yfir.
    2. Skip undir 200 BT.
    Hvert skip sem fellur undir a-lið skal fá í sinn hlut X lestir af makríl. Hvert skip sem fellur undir b-lið skal fá í sinn hlut 0,20 sinnum X lestir af makríl. X skal fundið með eftirfarandi jöfnu:
    aX + 0,20bX = 6.654 lestir
    (a er fjöldi skipa sem fellur undir a-lið; b er fjöldi skipa sem fellur undir b-lið). X skal þó aldrei vera hærra en 1.000 lestir.
    Við breytingar á skipastól skv. 2. mgr. þessarar greinar skal miða ráðstöfun aflaheimilda til nýs skips við stærðarflokkun (BT) eldra skips.
  2. 25.781 lestum skal ráðstafað til vinnsluskipa sem fengu leyfi skv. 3. tl. 2. gr. reglugerðar nr. 233/2011. Skipum skal skipt í þrjá flokka eftir stærð:
    1. Vinnsluskip sem mælast minni en 800 BT.
    2. Vinnsluskip sem mælast 800-2.400 BT.
    3. Vinnsluskip sem mælast stærri en 2.400 BT.
    Úthlutun á vinnsluskip sem falla undir a. flokk er 50% af úthlutun skipa sem falla undir b. flokk og úthlutun til skipa sem falla undir c. flokk er 50% meiri en til skipa sem falla undir b. flokk. Heildarúthlutun skv. þessu reiknast skv. eftirfarandi jöfnu:
    Nb×X+Na×X/2+Nc×X×1,5 = 25.781
    N= fjöldi skipa með leyfi til veiða á makríl í viðkomandi flokki,
    X= afli skips í b. flokki.
    Við breytingar á skipastól skv. 2. mgr. þessarar gr. skal miða ráðstöfun aflaheimilda til nýs skips við stærðarflokkun (BT) eldra skips.

2. gr.

4. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Fiskistofa gefur út leyfi til veiða á makríl og skulu þau gefin út til eins árs í senn. Skilyrði til útgáfu leyfis til makrílveiða er að skip hafi leyfi til veiða í atvinnuskyni. Á árinu 2018 getur hvert skip aðeins öðlast eitt af veiðileyfum skv. 1.-4. tl. 1. mgr.

3. gr.

Lagaheimild og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 16. apríl 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jóhann Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica