Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1032/2017

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1170/2013, um rafrænar skeytasendingar, upplýsingagjöf og rafræn afladagbókaskil erlendra fiskiskipa í efnahagslögsögu Íslands.

1. gr.

1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Tilkynning um komu til hafnar þýðir að skipið hefur hætt veiðum og heldur til hafnar strandríkis. Erlend fiskiskip sem hafa leyfi íslenskra stjórnvalda til fiskveiða innan íslenskrar efnahagslögsögu skulu tilkynna um komu til hafnar með minnst fjögurra klukkustunda fyrirvara. Þessa tilkynningu skal senda hvort sem landa á afla eða ekki.

2. gr.

Viðauki I við reglugerðina verður svohljóðandi:

Reglugerð þessi nær til eftirfarandi erlendra fiskiskipa:

  1. Norskra fiskiskipa samkvæmt samningi milli Íslands og Noregs frá 10. júní 2013 um rafrænar skeytasendingar, upplýsingagjöf og rafræn afladagbókaskil (Agreed Record of Conclusions of Fisheries consultations between Norway and Iceland on Electronic Exchange of catch and activity data).
  2. Færeyskra fiskiskipa samkvæmt samningi milli Íslands og Færeyja frá 1. júní 2016 um rafrænar skeytasendingar, upplýsingagjöf og rafræn afladagbókaskil (Agreed record of Conclusions of Fisheries Consultations between Iceland and the Faroe Islands on electronic Exchange of catch and activity data).

3. gr.

Neðanmálsgrein nr. 11 í viðauka 2.1 við reglugerðina orðast svo:

Aðeins krafist ef um leiðréttingu eða ógildingu á fyrra skeyti er að ræða. Takmarkanir á leið­réttingum og ógildingum koma fram í 10. gr. í samkomulagi Íslands og Færeyja og 12. gr. í sam­komu­lagi Íslands og Noregs.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á töflu í viðauka 2.3:

Blokk B Kóði Krafa/
Valfrjálst
Þennan hluta skal fylla út fyrir hverja veiðiathöfn
Upphafssvæði ZO K Svæði skilgreint með breiddar- og lengdargráðum (LT/LG) (ISO-3 landskóði fyrir Ísland, Færeyjar og Noreg í samræmi við samkomulag þjóðanna)
Undirflokkur SS K19 Kóði fiskstofns samkvæmt skilgreiningu í viðauka (Appendix) 3.0
(til dæmis NOR01 eða ISL01)

5. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. ákvæðum laga nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. nóvember 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica